Go back
Haust 2025 | 6-9 ára: Myndlist
Go back

Haust 2025 | 6-9 ára: Myndlist

  • 5.9.2025 - 28.11.2025
  • Rauðarárstígur 5, 105 Reykjavík
Á þessu lifandi og skapandi námskeiði eru unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð einstaklingsins. Mismunandi miðlar eru teknir fyrir og nemendur fá að kynnast mismunandi efnum. Unnin verða tvívíddar og þrívíddar verk þar sem áhersla verður lögð á grundvallaratriði sjónlista; form, liti, áferð og lýsingu. Markmið námskeiðsins er að efla sköpunargleði og sjálfstraust til listsköpunar og stuðla að gleði og jákvæðri upplifun af myndlist. 6 námskeiðshópar og 12 vikur hver. *5. september-28. nóvember (föstudagar) frá 15:15-17:00 *6. september-29. nóvember (laugardagar) frá 10:15-12:00 (2 hópar) *6. september-29. nóvember (laugardagar) frá 12:45-14:30 (2 hópar) *10. september-26. nóvember (miðvikudagar) frá 15:15-17:00