
Sumarnámskeið 6-9 ára: Myndlist
- 11.8.2025 - 15.8.2025
- Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík
Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð einstaklingsins. Mismunandi miðlar eru teknir fyrir og nemendur fá að kynnast mismunandi efnum. Unnin verða tvívíddar og þrívíddar verk þar sem áhersla verður lögð á grundvallaratriði sjónlista; form, liti, áferð og lýsingu.
Gott er að börn komi klædd eftir veðri þar sem að hluti kennslunar fer fram utan dyra ef veður leyfir.
7 námskeiðshópar eru í boði og tímasetningar eru:
* 10.06. - 13.06. (þri-fös), kl. 9-12
* 16.06. - 20.06. (mán, mið-fös), kl. 9-12
* 16.06. - 20.06. (mán, mið-fös), kl. 13-16
* 23.06. - 27.06. (mán-fös), kl. 9-12
* 23.06. - 27.06. (mán-fös), kl. 13-16
* 11.08. - 15.08. (mán-fös), kl. 9-12
* 11.08. - 15.08. (mán-fös), kl. 13-16