Fjölskyldugarðar 2017

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið
Aldur: 
0 ára, 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri, Eldri borgarar, Fjölskyldan saman

Skráning í fjölskyldugarða Hafnarfjarðar opnast þann 20. apríl næstkomandi. Í ár verða þeir með breyttu sniði en skólagarðar ásamt matjurtagörðum í Vatnshlíð verða lagðir af og sameinaðir í Fjölskyldugarða við Öldugötu og á Víðistöðum.

Kostnaður fyrir garða er 5.000 kr. Hver og einn fær úthlutað tveim görðum og forræktað grænmeti í annan þeirra, í hinn útvega leigjendur sjálfir grænmeti að eigin vali eins og kartöfluútsæði 

Forræktaða grænmetið sem fylgir með eru gulrófur, blómkál, spergilkál, hvítkál, hnúðkál, grænkál, rautt grænkál, steinselja, gulrætur, klettasalat og mynta.

Garðarnir verða aðgengilegir frá 22. maí en grænmeti ekki úthlutað fyrr en í byrjun júní en þá mætir starfsfólk til starfa.

                         

Á Víðistöðum s. 664-5769
Efst á Öldugötu s. 664-5772

Dagana 1. - 30. júní verða garðarnir opnir frá 8:30-12 og 13:00-16:30.

 

Ath. Með fyrirvara um breyttan opnunartíma.

Föstudaginn 15. ágúst verður uppskerudagur og þá verður opið frá kl. 13:00 - 18:00

Skráning fer fram á mínum síðum á http://www.hafnarfjordur.is/ - skráning á sumarnámskeið 2017.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 29. maí 2017 - 14:48