Finndu þína frístund!

Vinsælt í dag

Starf á vegum Reykjavíkurborgar

Frístundamiðstöðvar eru starfræktar í öllum hverfum Reykjavíkur. Frístundamiðstöðvarnar reka frístundaheimili,  félagsmiðstöðvar og frístundaklúbba. Skráning í frístundaheimili og í sumarstarf frístundamiðstöðvanna fer fram á www.rafraen.reykjavik.is

Hitt húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk. Hitt húsið sérhæfir sig í aðstoð og ráðgjöf svo sem í atvinnumálum ungs fólks, menningu- og listum. Í Hinu Húsinu er einnig starfsemi fyrir fötluð ungmenni.

Í Reykjavík er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskyldur og má meðal annars nefna sundlaugar, matjurtagarða, frisbígolfvelli, boltagerði, hjólabrettagarða, göngu- og hjólaleiðir, útivistarsvæði og fleira.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga ársins.  Í Nauthólsvík er starfræktur á sumrin siglingaklúbburinn Siglunes fyrir 9-16 ára.

 

Frístundakortið

Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík 6-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.

Styrkurinn er nú 35.000 krónur á barn á ári. Ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum. Um 200 félög í borginni eiga aðild að Frístundakortinu.

Nánari upplýsingar um Frístundakortið.

Starf á vegum frjálsra félaga

Fjöldi æskulýðs- og íþróttafélaga í borginni heldur úti viðamiklu starfi fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Í öllum hverfum eru íþróttafélög sem bjóða upp á hefðbundnar íþróttagreinar en einnig eru mörg félög sem halda úti starfsemi sem ekki er hverfisbundin eða innan vébanda íþróttahreyfingarinnar.  

Af annarri frístundastarfsemi má nefna skátastarf, tónlistarskóla, dansskóla og starfsemi æskulýðsfélaga og trú- og lífsskoðunarfélaga.