Sérstakur frístunda- og tómstundastyrkur

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Börnum sem búa á tekjulægri heimilum og fædd eru á árunum 2005–2014 stendur til boða sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur. Styrkurinn er hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna Covid-19 og kemur til viðbótar hefðbundum frístundastyrk. Hann er 45 þúsund krónur fyrir hvert barn sem býr á heimili þar sem heildartekjur forráðamanna voru að meðaltali lægri en 740 þúsund á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020.

Áður en sótt er um styrkinn hjá Reykjavíkurborg þarf að kanna hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðin. Það er gert með því að skrá sig inn á https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs með rafrænum skilríkjum. Með einföldum hætti má þar kanna hvort forráðamenn eigi rétt á styrk. Ef jákvætt svar fæst opnast hlekkur inn á vefsvæði hjá Reykjavíkurborg. Þar er gefið upp tölvupóstfang og veittar bankaupplýsingar. Þar er því næst hægt að hlaða inn kvittunum vegna greiðslu íþrótta eða tómstunda. Greiðsla berst svo í kjölfarið, að jafnaði innan 14 daga.  

Hægt er að sækja um styrk til og með 31. júlí 2021.  Skila má inn kvittunum fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir upphafi skólaárs, eða frá hausti 2020.