Frístundastarf sveitarfélaga

Frístundastarf í Hafnarfirði

Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar starfrækir frístundaheimili fyrir 6-9 ára og félagsmiðstöðvar fyrir 10-16 ára við alla grunnskóla og frístundaklúbbinn Klettinn fyrir 10-16 ára börn og unglinga með fötlun þar sem boðið er uppá fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur.

Húsið – ungmennahús er staður sem býður upp á jákvætt og vímulaust umhverfi og afþreyingu fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára.  Verkefni eins og Vinaskjól, Súrefni, Hópastarf starfsbrautar og Verkherinn er starfandi í Húsinu.

Músík- og mótor er félagsmiðstöð sem allir á aldrinum 13-20 ára geta sótt. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst þessi félagsmiðstoð um viðgerðir og viðhald á mótorhjólum og þar eru níu æfingarými fyrir hljómsveitir.

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Frístundastarf í Reykjavík

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) starfrækir sex frístundamiðstöðvar í borginni. Vettvangur frístundamiðstöðva er frítíminn. Það er sá tími sem gefst þegar skyldum við skóla eða vinnu og heimili lýkur. Í öllu starfi frístundamiðstöðva er unnið út frá leiðarljósum frístundastarfs SFS að eflingu sjálfsmyndar, umhyggju, félagsfærni og virkni og þátttöku. Starfsemi frístundamiðstöðva miðar að því að efla félagsauð hverfanna með því að stuðla að heilbrigði og félagslegri þátttöku almennings. Sjá nánar í Starfsskrá frístundamiðstöðva SFS.

Frístundamiðstöðvar sjá um rekstur frístundaheimila fyrir 6-9 ára og félagsmiðstöðva fyrir 10-16 ára þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á áhugavert frístundastarf undir leiðsögn fagfólks.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) rekur Hitt húsið, miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á sviði menningar, upplýsingamiðlunar, jafningjafræðslu, atvinnuráðgjafar og frítímastarfs fyrir fötluð ungmenni.  Í Hinu húsinu er góð aðstaða sem ungt fólk getur nýtt sér fyrir viðburði, æfingar, fundi, hljóðupptökur, listasýningar, afþreyingu og margt fleira. m.

Frístundamiðstöðvar

Ársel - Árbær, Grafarholt og Norðlingaholt
Gufunesbær - Grafarvogur og Kjalarnes
Kringlumýri - Laugardalur og Háaleiti
Miðberg - Breiðholt
Tjörnin - Vesturbær, Miðborg og Hlíðar