Vísindi, umhverfið og spjaldtölvur list 9-12 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Tölvur, Útivist
Tímabil: 
júlí
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Á námskeiðinu verða unnin fjölbreytt verkefni þar sem nemendur vinna á skapandi hátt með umhverfisvísindi og spjaldtölvur. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli barnanna. Örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, ásamt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir teikningu með spjaldtölvum. Við munum meðal annars nota snjallforritið Tayasui Sketches og iStopMotion sem bjóða upp á marga möguleika til tjáningar í myndformi, sem tengist til dæmis myndskreytingum, tölvuleikjum og teiknimyndagerð.  Þau opna stórbrotinn vísindaheim og kafa þannig dýpra inn í þá möguleika sem spjaldtölvan hefur upp á að bjóða.

Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er  út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.

Námskeiðið er kennt í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla.

5. júlí -9. júlí (9-12 ára) kl. 9:00-12:00

Allar nánari upplýsingar inn á www.klifid.is

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 21. maí 2021 - 15:14