Töfrabragðanámskeið

Töfrasýning
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Félag: 
Efnisflokkur: 
Annað, Sirkus, Leiklist, Sköpun, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

TÖFRABRAGÐANÁMSKEIÐ 21.-25. JÚNÍ 2021

Undanfarin ár hef ég haldið skemmtilegt töfranámskeið fyrir 8-12 ára sem hafa tekist mjög vel og verið fjölsótt.

Á námskeiðinu verða kennd auðveld og erfið töfrabrögð, stór og lítil, farið í leiki og við skemmtum okkur. Námskeiðinu lýkur svo með sýningu fyrir foreldra og aðra gesti, þar sem árangur vikunnar verður sýndur.

Í sumar verðum við eins og í fyrra með aðstöðu í Breiðagerðisskóla, Breiðagerði 20, 108 Reykjavík.

 

Töfrabragðanámskeið, 21. – 25. júní frá kl. 9-14.

Námskeið í töfrabrögðum og sviðsframkomu fyrir 8 – 12 ára, fyrir byrjendur sem lengra komna.

Umsjónarmenn:
Jón Víðis Jakobsson, töframaður hefur verið töframaður í yfir 20 ár, haldið námskeið í töfrabrögðum og gefið út Töfrabragðabók. Hann hefur unnið með börnum í fjölmörg ár bæði hjá ÍTR og CISV, haldið leikjanámskeið og töfrabragðanámskeið á vegum ÍTR, Námsflokka Hafnarfjarðar og fleiri.

Linda Ósk Valdimarsdóttir, er útskrifuð af listnámsbraut Borgarholtsskóla, hún hefur starfað með börnum, komið fram í leikritum og tekið þátt í töfrabragðanámskeiðinu.

Alex Leó Kristinsson, töframaður og sjónvarpsstjarna. Alex er á leiklistarbraut í FG, hann hefur farið á mörg töfrabragðanámskeið, verið kynnir í sjónvarpi, leikið í sjónvarpsþáttum og verið með töfrasýningar

 

Undanfarin ár hafa töfrabragðanámskeiðin verið mjög vinsæl, hér eru nokkrar tilvitnanir frá foreldrum:

„Þetta er alveg frábært námskeið, sýningin hjá krökkunum í lokin var alveg brilliant!“

„Má ég vera með næst?“

„Hún á eftir að lifa lengi á þessu, hún hefur ekki talað um annað alla vikuna.“

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 3. júní 2021 - 12:30