






Sundnámskeið sunddeildar KR fyrir 5-10 ára börn sumarið 2019 í Vesturbæjarlaug
Sunddeild KR býður í sumar, líkt og undanfarin ár, upp á sundnámskeið fyrir 5-10 ára börn og eru námskeiðin haldin í samvinnu við ÍTR í sundlaug Vesturbæjar.
Kennsla fer fram alla virka daga á tímabilinu og er verðið 8.500 kr. fyrir námskeið 1 og 3 og 9.000 kr. fyrir námskeið 2. Einnig er í boði að skrá sig í eina viku. Ganga þarf frá greiðslu fyrir fyrsta tíma.
Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum skráningarkerfi KR og allar nánari upplýsingar eru veittar á sund@kr.is