Sumarstarf félagsmiðstöðva í Breiðholti fyrir unglinga fædda 2004-2006

Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Í sumar verður opið í öllum þremur félagsmiðstöðvum Breiðholts á mánudags- miðvikudags- og föstudagskvöldum frá 8. júní - 10. júlí.  

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um starfið og dagskrá inn á: www.midberg.is þegar nær dregur og á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna.

Rúsínan í pylsuendanum er svo útilegan sem að farið verður í lok sumars eða nánar tiltekið 7.júlí og gist verður í eina nótt. Skráning í útileguna verður auglýst síðar

Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.

Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Félagsmiðstöðvar eru því mikilvægur vettvangur fyrir ófélagsbundna unglinga.

Vertu með okkur í sumar

Deildarstjóri: Kristrún Lilja Daðadóttir, s: 411 5753

Hundraðogellefu
Gerðubergi 1
Hlynur Einarsson, s: 4115760, gsm: 695 5035
midberg@rvkfri.is

Hólmasel
Hólmaseli 4-6 
Sif Ómarsdóttir s: 567 7730, gsm: 695 5034
holmasel@rvkfri.is

Bakkinn
Breiðholtsskóli
Svava Gunnarsdóttir, s: 411 5750, gsm: 664 7600
bakkinn@rvkfri.is

 

www.midberg.is

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 20. apríl 2020 - 13:36