Sumarsmiðjur 13-16 ára | Bestiary myndlistarsmiðja

Dragonabbit
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
ágúst
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Ókeypis námskeið: 

Hönnuðurinn og myndlistarkonan Otilia Martin leiðir smiðju fyrir ungt listafólk í smiðju sinni, Bestiary. Smiðjan snýr að sköpun furðuvera þar sem Otilia Martin leiðir þáttakendur í leitun að sínum innri furðudýragarði.

Furðudýragarðurinn sækir innblástur sinn þvert á miðla, í kortlagningafræði og nútímamenningu, og mun hver og einn þátttakandi ráða tilfinningu og formi síns dýragarðs og alls sem í honum býr, bæði myndrænt sem og tilfinninga- og upplifunarlega.

Tilgangur smiðjunnar er að gefa ungum listamönnum færi á að þróa með sér skilning á sjónrænum hugrenningartengslum milli hugmynda og ritaðs máls og auka með því sköpunargleði, ásamt því að gera ímyndunaraflinu frjálsan tauminn.

Smiðjan verður kennd á ensku.

Hvar: Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15

Hve margir:  15

Hvenær: 14. ágúst kl. 13-16.

Fyrir:  13-16 ára

Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð. Skráningin fer fram á síðu Borgarbóksafnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 7. maí 2021 - 10:49