Sumarsmiðja 9-12 ára | Saga verður til

Hjalti Halldórsson
Hverfi: 
Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Sköpun
Tímabil: 
júní
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára
Ókeypis námskeið: 

Hvernig verður lítil hugmynd að heilli sögu? Hjalti Halldórson rithöfundur og kennari ætlar að leiðbeina börnum í ritsmiðju fyrir 9-12 ára í Borgarbókasafninu Spönginni vikuna 8. -12. júní kl. 10-12. Aðgangur ókeypis en takmörkuð pláss. Hægt er að skrá sig í smiðjuna á síðu Borgarbókasafnsins.

Hjalti Halldórsson (f. 1980) er grunnskólakennari og hefur við kennslu á mið- og unglingastigi í grunnskóla frá árinu 2005. Hann er með BA próf í sagnfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands en lagði einnig stund á mannfræðinám. Hann er höfundur barnabókanna Af hverju ég, Draumurinn,  Ys og þys út af ... ÖLLU! og Græna geimveran.

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér. 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 12. maí 2020 - 21:49