Sumarnámskeið í Leynileikhúsinu

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Efnisflokkur: 
Leiklist, Sköpun, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára

FRÁBÆR LEIKLISTARNÁMSKEIÐ HJÁ LEYNILEIKHÚSINU Í SUMAR!

KENNSLUSTAÐIR: Akranes, Borgarnes, Kópavogur, Hafnarfjörður, Hveragerði, Reykjavík og Selfoss. ALDUR: 6-15 ára.

DAGSKRÁ SUMARSINS er að finna hér: https://leynileikhusid.is/stundaskra/

NÝUNG FYRIR REYNSLUBOLTA: LEIKHÚSHLAÐBORÐ FYRIR 10-13 ára
Almenn námskeið fyrir 7-15 ára
Kríla námskeið fyrir 6-7 ára

Markmið námskeiða Leynileikhússins er að hver nemandi geti búið til leikrit hvar sem er og hvenær sem er, einungis með ímyndunaraflið að vopni.

LEIKGLEÐI er útgangspunktur allra námskeiða Leynileikhússins.
FRUMSKÖPUN og SPUNI er aðferðafræðin.
Unnið er sérstaklega með samvinnu, hlustun, tjáningu og einbeitingu.
Nemendum er hjálpað að finna sínum eigin hugmyndum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust og framkomuhæfileika.
Námskeiðin eru færð út á græn svæði þegar veður leyfir.
Námskeiðin enda með lokasýningu sem aðstandendum er boðið á.

Krílanámskeið
Á námskeiðunum fyrir þau allra yngstu er lögð mikil áhersla á að flytja inn í ævintýraheima, hlutverkaleiki, samvinnu og hreyfingu.
Hlustun og einbeiting er stór hluti af leiklistinni sem unnið er með en töfrarnir verða að vera tækniæfingunum yfirsterkari svo færnin laumi sér inn og leikgleðin sé í alltaf ráðandi.

Leikhúshlaðborð
Á námskeiðunum er deginum skipt upp í þrjú tveggja tíma holl. Í hverjum þriðjungi kennir einn kennari sitt sérsvið.
Í fyrsta holli er unnið með líkamlegt leikhús, hreyfingu og dans.
Í öðru holli er unnið með mörk myndlistar og leiklistar, brúðuleikhús, grímuleik og svo fr.
Í þriðja holli er unnið með mismunandi leikstíla; spuna, persónusköpun og uppbyggingu sena og leikrita.
Á föstudeginum vinna allir kennararnir saman allan daginn með nemendum þar sem eftirlætis aðferðum vikunnar er blandað saman í einn heljarinnar gjörning.

Námskeiðin fara fram á eftirfarandi stöðum:
101 / Vesturreitir, Aflagranda
101 / Tjarnarbíó, Tjarnargötu
101 / MR, Menntaskólinn í Reykjavík
108 / JSB, Lágmúla
110 / Árbæjarskóli
112 / Rimaskóli
200 / Kópavogsskóli
201 / Leikhús Leikfélags Kópavogs (í samvinnu við Leikfélag Kópavogs) Funalind 2
220 / Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði, Víkingastræti 2
300 / Akranesi
310 / Borgarnesi
800 / Selfossi
810 / Hveragerði

Kennarar sumarsins eru allir fagfólk í sviðslistum og hafa mikla reynslu af starfi með börnum.

EF EINHVERJAR SPURNINGAR VAKNA EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 8649373 EÐA MEÐ NETPÓSTI Í info@leynileikhusid.is

LIFI LEIKGLEÐIN

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 2. júní 2020 - 12:10