Sumarnámskeið í borðtennis 2021

Kr borðtennis
Hverfi: 
Vesturbær
Efnisflokkur: 
Annað, Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið, Tennis/badminton
Tímabil: 
júní, ágúst
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Borðtennisdeild KR heldur þrjú námskeið fyrir krakka (8 ára og eldri) í íþróttahúsi Hagaskóla sumarið 2021.

Hvert námskeið stendur í 5 daga, sex og hálfa klukkustund á dag (9:00-15:30). 

Fyrir hádegi er borðtenniskennsla og leikir og eftir hádegi verður farið í fleiri leiki, sund, Húsdýragarðinn og fleira skemmtilegt.

Farið er í öll grunnatriði borðtennisíþróttarinnar og hún kynnt fyrir þátttakendum. Áhersla er lögð á leikgleði, framfarir og skemmtun.

Námskeið 1: Mán. 14. júní – fös. 18. júní (frí 17. júní)
Námskeið 2: Mán. 21. júní – fös. 26. júní
Námskeið 3: Mán. 9. ágúst – fös. 13. ágúst

Kennsla á námskeiðinu er í höndum Guðjóns Páls Tómassonar (reynslumikils þjálfara yngri hópa). Á námskeiðinu verða einnig 4-7 aðstoðarmenn úr deildinni á aldrinum 14-16 ára. Námskeiðin kosta 16.500 og innifalið er ávaxtahressing í nestistíma en þátttakendur taka með sér hádegisnesti.

Skráningar og fyrirspurnir skal senda til Auðar, yfirþjálfara deildarinnar á audurta@hotmail.com. Vinsamlegast takið fram nafn, kennitölu, símanúmer foreldris og sérþarfir ef einhverjar eru við skráningu.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 20. maí 2021 - 15:43