Sumarnámskeið hjá Dans Brynju Péturs

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarvogur, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Dans, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, ágúst
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri

Dans Brynju Péturs er eini street dansskólinn á landinu með reyndasta kennarateymi landsins innan þessara vinsælu stíla. Skólinn er með sterk tengsl í street danssamfélagið í New York og á Norðurlöndunum, dansarar skólans hafa ferðast erlendis og unnið keppnir ásamt því að halda uppi miklu stuði á sumrin í ýmsum verkefnum með Reykjavíkurborg.

Við kennum byrjendum, miðstigi og framhaldsnemendum í stílunum hiphop, dancehall, waacking, popping, top rock, house ofl. Markmið okkar með kennslunni er að veita áhugasömum öruggt og nærandi umhverfi þar sem sjálfsmyndin er styrkt og áhugamálunum sinnt á besta máta.

Námskeið í sumar!
Við verðum með tvö þriggja vikna námskeið 8.-27. júní og 4.-24. ágúst í Hiphop, Waacking og 'Choreo' fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára + og 16 / 20 ára +. Þátttakendur dansa flest tvisvar í viku en öll námskeið eru á 20% afslætti yfir sumarið, t.d. eru 3 vikur tvisvar í viku á 9.900 kr. Eldri iðkendur hafa valkost um að dansa oftar í viku.

Stundaskrá er á vefsíðunni og skráning er í fullum gangi! Þú getur kynnt þér dansskólann og séð myndbönd á brynjapeturs.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 8. júlí 2020 - 14:07