Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið, Myndlist, Útivist
Tímabil: 
júní, ágúst
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt og skapandi námskeið í sumar fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru flest vikulöng og standa yfir í júní og ágúst.

Börnunum er skipt í þrjá aldurshópa: 4-5 ára, 6-9 ára, 10-12 ára. Þá eru einnig í boði námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára.

Í yngstu aldurshópunum er lögð áhersla á að gefa nemendum kost á að kynnast ýmsum efnum og aðferðum myndlistarinnar en í eldri hópunum er fyrst og fremst unnið með teikningu og málverk. Þá eru einnig í boði námskeið í leirmótun og rennslu, spjaldtölvuteikningu, myndasögugerð og mangateikningu.

Námskeiðin eru haldin á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í JL-húsinu við Hringbraut og á Korpúlfsstöðum. 

Allir kennarar í barna- og unglingadeild eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingarlistar.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 11. maí 2021 - 12:38