Sumarnámskeið fyrir 6 - 9 ára

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
júní
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Dansskólinn Óskandi stendur fyrir sumarnámskeiðum í júní. Í boði verða fjölbreytt námskeið fyrir 6 - 16 ára og eru kennarar sumarnámskeiðsins allir fagaðilar í sinni listgrein sinni. Skráning fer fram á sportabler/shop/oskandi - nánari upplýsingar um hvert námskeið er á heimasíðunni okkar www.oskandi.is og í netfangið oskandi@oskandi.is.   

Dansnámskeiðin fyrir 6 - 9 ára eru fyrir börn fædd 2011 - 2013. Námskeiðin eru í 4 - 5 daga hvert og byrja kl. 8:30 og þeim lýkur kl. 12:30. Nemendur koma með nesti og vatnsbrúsa, athugið að hnetur eru ekki leyfðar. 

8. júní - 12. júní
Þema námskeiðsins er fjaran og dýrin sem búa þar. Nemendur fá tækifæri til þess að skapa eigið listaverk eftir heimsókn í fjöruna, til dæmis málverk, dans eða jafnvel sitt eigið hljóðfæri. Kannað verður hvernig hægt er að nota líkamann til þess að hreyfa sig eins og lífverur og fyrirbærin sem finnast í fjörunni. Í lok námskeiðsins skapa nemendur dansverk með aðstoð kennara. Námskeiðið endar á danssýningu.

15. - 19. júní
Þema námskeiðsins er sumarið og sólin. Áhersla verður lögð á hafa gaman saman í gegnum skapandi leiki og spunaverkefni. Nemendur og kennarar fara í göngutúra og nota nærumhverfið sem innblástur að því að skapa dansverk undir leiðsögn kennara. 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 20. maí 2020 - 21:48