Sumarnámskeið fyrir 13 - 16 ára

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
júní
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Dansskólinn Óskandi stendur fyrir sumarnámskeiðum í júní. Í boði verða fjölbreytt námskeið fyrir 6 - 16 ára og eru kennarar sumarnámskeiðsins allir fagaðilar í sinni listgrein sinni. Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/oskandi- nánari upplýsingar um hvert námskeið er á heimasíðunni okkar www.oskandi.is og í netfangið oskandi@oskandi.is

Dansnámskeiðin fyrir 13 - 16 ára eru fyrir börn fædd 2004 - 2007. Námskeiðin eru í 4 - 5 daga hvert, 3 - 4 klukkutíma í senn, fer eftir námskeiði. Gott er að nemendur komi með nesti og vatnsbrúsa, athugið að hnetur eru ekki leyfðar. 

 

2. júní - 5. júní
Áhersla verður lögð á nútímalistdans þar sem einblínt verður á að læra brot út nútímadansverki. Nemendur fá einnig að vinna með dansverkið og breyta því í samstarfi við aðra nemendur þegar líður á vikuna. Annars verður lögð áhersla á spuna, gólfvinnu og helstu undirstöðuatriði í nútímadansi.

 

8. júní - 12. júní 
Á námskeiðinu verða kenndar skemmtilegar aðferðir til þess að vinna með vidéó og dans. Nemendur skapa dansstuttmyndir með því að þróa hugmyndir og hreyfingar. Þeir læra á klippiforrit og verður nærumhverfi Óskandi nýtt sem upptökustaður. Hver tími hefst á nútímadanskennslu þar sem kennd verður undirstöðutækni. Áhersla danstímans er ferðalag um rýmið og sköpun út frá því hreyfiefni sem er kennt. Nemendur geta svo nýtt sér danssköpunina úr nútímadanstímanum í dansmyndirnar sínar

 

15. júní - 19. júní 
Á námskeiðinu læra nemendur mismunandi aðferðir í danssmíði. Kenndar verða leiðir til þess að þróa hugmyndir og finna þeim farveg. Nemendur kynnast áhrifamiklum danshöfundum og listamönnum. Lögð er áhersla á að gefa nemendum algjört listrænt frelsi og kanna hugtakið dans í gegnum sína eigin sköpun.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 20. maí 2020 - 21:45