Sumarnámskeið fyrir 10 - 12 ára

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
júní
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Dansskólinn Óskandi stendur fyrir sumarnámskeiðum í júní. Í boði verða fjölbreytt námskeið fyrir 6 - 16 ára og eru kennarar sumarnámskeiðsins allir fagaðilar í sinni listgrein sinni. Skráning fer fram á sportabler/shop/Oskandi - nánari upplýsingar um hvert námskeið er á heimasíðunni okkar www.oskandi.is og í netfangið oskandi@oskandi.is.  

Dansnámskeiðin fyrir 10 - 12 ára eru fyrir börn fædd 2008 - 2010. Námskeiðin eru í 4 - 5 daga hvert, 3 - 4 klukkutíma í senn, fer eftir námskeiði. Gott er að nemendur komi með nesti og vatnsbrúsa, athugið að hnetur eru ekki leyfðar. 

2.- 5. júní

Á námskeiðinu er kennd grunntækni í klassískum ballett og nútímadans. Nemendur læra í gegnum mismunandi spor og dansa þar sem flæði er aðaláherslan. Nemendur munu skapa sína eigin dansa út frá því hreyfiefni sem er kennt. Einnig verður farið í fjölbreytta dansleiki og æfingar.

8. júní - 12. júní

Á námskeiðinu verða kenndar skemmtilegar aðferðir til þess að vinna með vidéó og dans. Nemendur skapa dansstuttmyndir með því að þróa hugmyndir og hreyfingar. Þeir læra á klippiforrit og verður nærumhverfi Óskandi nýtt sem upptökustaður. Hver tími hefst á nútímadanskennslu þar sem kennd verður undirstöðutækni. Áhersla danstímans er ferðalag um rýmið og sköpun út frá því hreyfiefni sem er kennt. Nemendur geta svo nýtt sér danssköpunina úr nútímadanstímanum í dansmyndirnar sínar. 

15. - 19. júní

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á skapandi ferli og nemendur fá tækifæri til að skapa eigið dansverk frá grunni undir leiðsögn kennara. Hver tími byrjar á tæknitíma, balletttíma eða nútímadanstíma, sem geta gefið nemendum innblástur að skapandi vinnu. Eftir tæknitímann er farið í skapandi vinnu og kennarar gefa nemendum ólík verkfæri til að skapa dans.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 20. maí 2020 - 21:42