Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll

Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll í júní og ágúst þar sem börn fædd 2011-2014 fá tækifæri á að velja um hálfan eða heilan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Eftir hana fara þau í íþróttina sem þau völdu fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30.

Í boði er að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitri máltíð. Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR og í skjölunum fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 19. apríl 2021 - 14:22