Sumarfrístund með íþróttanámskeiði

Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Fimleikar, Fótbolti, Frjálsar íþróttir, Handbolti, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára

Í sumar verður samstarf á milli Gufunesbæjar og Fjölnis þar sem börnum sem fædd eru 2011 – 2013 býðst að vera á íþróttanámskeiði á móti sumarfrístund frá kl. 8:30 – 16:30 eða samtals í 8 klukkustundir. Samstarfið er á milli sumarfrístundar og fimleika/fótbolta/frjálsra íþrótta/handbolta og verður staðsett í Egilshöll. 

Heitur hádegismatur er innifalinn í grunngjaldi.

Hægt er að kaupa viðbótarstund frá kl. 08:00 – 08:30 og frá kl. 16.30 - 17:00.

Í sumarfrístund er lögð áhersla á frjálsan leik, skapandi starf, þemaverkefni, útiveru og styttri ferðir. Lögð verður áhersla á að virkja börnin við ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Á íþróttanámskeiðunum er lögð áhersla á æfingar og skemmtilega hreyfingu. Starfsfólk í sumarfrístund hefur reynslu af starfi í frístundaheimilum og á íþróttanámskeiðunum verða þjálfarar sem starfað hafa hjá deildunum og unnið mikið með börnum. 

Sumarfrístund með íþróttanámskeiði, fimleikum/ fótbolta/ frjálsum íþróttum  verður frá  8. júní til 3. júlí og svo aftur frá 4. til 14. ágúst og þá verður einnig í boði námskeið í handbolta. 

Grunngjald í sumarfrístund með íþróttanámskeiði og hádegismat er kr. 14.818 kr. fyrir 5 daga námskeið, 8 klst. á dag. Verð fyrir viðbótarstund frá kl. 8.00-8.30 að morgni eða kl.16.30-17.00 er kr. 1.370 á viku. 

Skráning hefst 28. apríl kl.10 á http://sumar.fristund.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 22. apríl 2020 - 13:19