Sumarfrístund fyrir nemendur Fellaskóla í Vinafelli

Hverfi: 
Breiðholt
Félag: 
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára

Í Vinafelli verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í sumarfrístund fyrir nemendur Fellaskóla. Námskeiðin verða bæði í nærumhverfi og farið í lengri ferðir. Unnið er með vikuþema og er lagt upp úr því að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar viðfangsefni við hæfi. Margt skemmtilegt verður brallað og verður hver vika helguð ákveðnu þema.

Vinafell verður lokað 4 vikur í sumar frá 19. júlí - 15. ágúst. Opnunartími er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09.00 - 16.00 og er fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma, 8:00-9:00/16:00-17:00, og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma.

Sumarfrístund – sérverð
5 dagar – 4.810 kr.
5 dagar – viðbótarstund – 1.403 kr.
4 dagar – 3.850 kr.
4 dagar – viðbótarstund – 1.123 kr.

Forstöðumaður í sumarfrístund er Sara Mist Jóhannsdóttir GSM: 664-8173

14.06-18.06 – List og sköpun (4 dagar)
Farið verður á listasöfn í borginni og list í Breiðholti skoðuð. Unnið verður með listsköpun og farið í sund.

21.06-25.06 - Vatnafjör
Sjóræningjaföndur, farið í sund, ferðir á Sjóminjasafnið og í Nauthólsvík.

28.06-02.07 – Reykjavík rokkar
Kynnumst miðbæ Reykjavíkur, farið í sund, farið í ævintýraferð í miðborgina og á Árbæjarsafnið.

05.07- 09.07 – Vísindavika
Gerðar tilraunir, farið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í ferð að Reynisvatni og farið í sund.

12.07-16.07 – Ævintýrafjör
Fjársjóðsleit, ferðir í Gufunesbæ og Hellisgerði ásamt því að farið verður í sund

19.07-23.07 – Lokað
26.07-30.07 – Lokað
02.08-06.08 – Lokað
09.08-13.08
– Lokað

16.08-20.08 – Krakkahreysti
Hjóla-/hlaupahjóla dagur, fjallganga, farið í sund og uppskeruhátíð sumarstarfs.

 

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 21. apríl 2021 - 13:48