Sumarfrístund fyrir börn fædd ´10-´13

Hverfi: 
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Sköpun, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Sumarfrístund fyrir börn fædd 2010-2013

Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla býður upp á skemmtilegt og fjölbreytt sumarfrístundastarf fyrir börn fædd 2010-2013. Sumarfrístund Úlfabyggðar stendur yfir frá 8. júní til 8. júlí og 6. ágúst til 21. ágúst. Ekkert sumarfrístundastarf er í boði í sumarlokun Dalskóla frá 9. júlí til 5. ágúst.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 9:00-16:00. Boðið er upp á viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 og á milli kl. 16:00 og 17:00. Greiða þarf aukalega fyrir viðbótarvistun. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

Skráning lýkur kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku. Athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði/viku þarf að tilkynna það skriflega til forstöðumanns að minnsta kosti viku áður en vikan hefst ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Dagskrá hverrar viku er bundin ákveðnu þema. Hreyfing, leikir, þrautir, sundferðir, vatnsblöðrustríð, föndur, ratleikir, vettvangsferðir, fjársjóðsleit og margt fleira verður í boði í sumar.

8. - 12. júní: ÍÞRÓTTAVIKA

15. - 19. júní: ÆVINTÝRAVIKA

22. - 26. júní: LISTAVIKA

29. júní - 3. júlí: VATNAVIKA

6. - 8. júlí: ÚLFABYGGÐARDAGAR

9. júlí - 5. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa

6. & 7. ágúst: ÚLFABYGGÐARDAGAR

10. - 14. ágúst: RUGLVIKA

17. - 21. ágúst: TILRAUNAVIKA

 

Gjaldskrá sumarstarfs skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2020:

Heil vika - fimm virkir dagar:

Vistun frá kl. 9:00-16:00 = 9.395 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 2.740 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:oo og 17:00 = 2.740 kr.

 

Styttri vika - fjórir dagar:

Vistun frá kl. 9:00  -16:00 = 7.520 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 2.195 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:00 og 17:00 = 2.195 kr.

 

Styttri vika - þrír virkir dagar:

Vistun frá kl. 9:00-16:00 = 5.645 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 1.645 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:00 og 17:00 = 1.645 kr.

 

Styttri vika - tveir virkir dagar:

Vistun frá kl. 9:00-16:00 = 3.765 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 = 1.095 kr.

Viðbótarvistun á milli kl. 16:00 og 17:00 = 1.095 kr.

 

Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 28. apríl kl. 10:00 á http://sumar.fristund.is

 

Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla

Úlfarsbraut 118-120

113 Reykjavík

Símar: 411-7072 og 664-8376.

Netfang: ulfabyggd@rvkskolar.is

 

* Vinsamlegast athugið að þessar upplýsingar geta breyst vegna stöðunnar í samfélaginu.

* Frístundaheimilið Úlfabyggð áskilur sér allan rétt til að breyta eða fella niður fyrrnefndar tímasetningar.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 20. maí 2020 - 10:09