Sumarfrístund á frönsku „frönsk matargerð“ frá 5. til og með 9. júlí, kl. 13-17

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Fræðsla, Sumarnámskeið, Tungumál
Tímabil: 
júlí
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Þetta matreiðslunámskeið á frönsku er ætlað nemendum á aldrinum 6 til 10 ára sem hafa áhuga á matargerð. Á hverjum degi uppgötva þátttakendur eitt hérað í Frakklandi og uppskrifir sem eru tengdar því. Þeir elda einn rétt frá héraði dagsins. Síðasta daginn velja þátttakendur uppáhalds uppskrift þeirra og bjóða foreldrum sínum að smakka.

Héruðin sem verða kynnt eru Bretagne, Grand Est, Centre og Occitanie.

MARKMIÐ

  • að uppgötva matargerð fimm héraða í Frakklandi
  • að læra að fylgja uppskriftum
  • að nota frönsku á skapandi hátt
  • að vinna í teymi með öðrum þátttakendum

Kennari: Lucie Collas

Kennsluefni innifalið.

  • Vinnustofan er ætluð börnum frá 6 til 10 ára.
  • Við mælum með stigi A2 í frönsku til að geta fylgst með vel.
  • Lágmark: 4 börn. Hámark: 8 börn.
  • Kennsluefni og síðdegishressing innifalin (frönsk kex og ávextir annan hvern dag og croissants síðasta daginn)
  • Börnin þurfa að vera með svuntu og matarílát.

DAGSETNING: frá 5. til og með 9. júlí 2021
TÍMASETNING: kl. 13:00 – 17:00 – 4 klst. á hverjum degi (5 dagar)

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 12. maí 2021 - 16:33