Sumarfrístund 1. - 3.bekkur

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Annað, Frístundaheimili, Leikjanámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Í Hafnarfirði eru sumarnámskeið starfrækt í öllum frístundarheimilum. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðir og sameiginlegir viðburðir. Dagskrá getur verið breytileg eftir hvaða frístundarheimili er valið.

Námskeiðin hefjast 11. júní og standa flest yfir til 3. júlí.

Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2011-2013 (7-9 ára)

Námskeiðin eru þrískipt – hægt er að fá vistun:

kl. 9.00-12.00

kl. 13.00-16.00

Kl. 09:00-16:00.

Hægt er að mæta milli kl.8.00-9.00, 12.00-13.00 eða 16:00-17:00 en ekki er rukkað fyrir þann tíma.

Þú velur þann tíma sem hentar ykkur, en allir eru samt sem áður saman á námskeiði óháð hversu langa vistun.

Verð: Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Veittur er 50% systkinaafsláttur. Minnst er hægt að greiða fyrir viku í senn.

Hver vika, hálfur dagur (frá kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00): 4.450 kr.
Hver vika, allur dagurinn (frá kl. 9:00 – 16:00): 8.950 kr.

Frá 6.-24. júlí verður sameiginleg sumarfrístund í Íþróttahúsinu í Setbergsskóla
Frá 4. til 21. ágúst verður sameiginleg sumarfrístund í tveimur skólum.

1) Í Áslandsskóla fyrir Hraunvallaskóla, Skarðshlíðarskóla og Setbergsskóla

2) Í Öldutúnsskóla fyrir Víðistaðaskóla, Hvaleyraskóla, Engidalsskóla og Lækjaskóla.

 

 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 12. maí 2020 - 22:05