Sumar Knattspyrnuskóli

Leiknir
Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Fótbolti, Frjálsar íþróttir, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst

Leiknir verður með knattspyrnuskóla fyrir öll börn sem eru fædd 2009-2015 Hóparnir verða aldursskiptir.

Farið er í skemmtilegar keppnir og leiki svo sem fótboltagolfmeistarann, vítakeppnir, tæknikeppnir og risastóru HM keppnina. Einnig verður farið í sund og leynigestir koma á svæðið og að endingu fá allir pizzuveislu.

Hvert námskeið stendur í tvær vikur, alla virka morgna frá 9.00–12.00. Boðið er upp á gæslu frá 8.00–9.00 án endurgjalds. Námskeiðin fara fram á íþróttasvæði Leiknis.

Námskeiðin í sumar eru sem hér segir:

Námskeið 1: 14.júní- 25.júní (námskeiðsgjald 10.000 kr, frí 17. Júní)
Námskeið 2: 28.júní-9.júlí (námskeiðsgjald 12.000 kr)
Námskeið 3: 12.júlí-23.júlí (námskeiðsgjald 12.000 kr)
Námskeið 4: 26.júlí- 6.ágúst (námskeiðsgjald 10.000 kr, frí 2. ágúst)
Námskeið 5: 9.ágúst – 20.ágúst (námskeiðsgjald 12.000 kr)

Mælt er með að skrá þátttakendur á heimasíðu www.leiknir.com., Knattspyrnuskóli. Nánari upplýsingar gefur Þór Hallgrímsson í síma 669-0067 eða á skrifstofu s.557-8050.

Þátttökugjald námskeið 2, 3 og 5 er aðeins 12.000 kr. fyrir heilt námskeið (10 virkir dagar).

Hægt er að skrá á staka viku en stök vika kostar 8.000 kr. og ganga skal frá greiðslu í gegnum Sportabler fyrir upphaf námskeiðs. Veittur er 25% systkinaafsláttur.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 8. júní 2021 - 15:25