Skapandi dans

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
september, október, nóvember
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára
Frístundakort: 

Tímarnir í skapandi dansi byggjast m.a. á kennslufræði Anne Green Gilbert. Unnið verður með mismunandi dansþemu í hverjum tíma. Þau skiptast í í fjóra flokka, rými, tíma, afl og líkama og inniheldur hver tími upphitun (hugardans), spuna, tækni, sköpun og lok. 

Nemendur fá tækifæri til að kynnast spunavinnu og fjölbreyttum leiðum við að skapa dans. Spunaæfingar geta haft góð áhrif á sjálfsöryggi og æfa nemendur í því að vera óhræddir við að gera mistök. Spuninn aðstoðar dansarann við að vera skapandi og hugmyndaríkur þar sem spuninn býr til flæði og stresslaust umhverfi.

Hver kennslustund er skipulögð með það að leiðarljósi að styðja við þroska hreyfigreindar, líkamslæsi, opna hugann fyrir sköpun, gagnrýnni hugsun og stuðla að auknum félagsþroska.

Nánari upplýsingar á https://www.oskandi.is/skapandi-dans

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 25. júlí 2019 - 23:02