Sirkusnámskeið Æskusirkusinns

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sirkus, Leiklist, Sköpun, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
janúar, febrúar, mars, apríl
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára
Frístundakort: 

Vetrarstarf Æskusirkusins
Á veturnar stendur Æskusirkusinn fyrir námskeið fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Þar fá krakkarnir tækifæri til þess að læra hinar ýmsu sirkuskúnstir svo sem loftfimleika, djöggl, jafnvægiskúnstir, húlla og fleira og fleira. Tilvalið vetrarstarf fyrir hressa krakka sem hafa gaman af líkamlegum og skapandi áskorunum.

Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda. Miðað er við að allir nái árangri og hverjum og einum er mætt á þeirra getustigi.

Næsta önn byrjar 19. janúar næstkomandi

Skipt er í 2 hópa eftir aldri.

7 - 10 ára (fædd 2011 - 2014)
Vikulegar sirkusæfingar í júdósal Ármanns, Engjavegi 7.
Sunnudagar kl. 10:00 - 12:30
Verð: 50.000


11 - 14 ára (fædd 2007 - 2010)
Vikulegar sirkusæfingar í júdósal Ármanns, Engjavegi 7.
Sunnudagar kl. 12:30 - 15:30
​Einnig stendur þessum hóp til boða að koma í aukatíma í akróbatík og handstöðum í húsnæði Sirkuslistafélagsins Hringleiks á Sævarhöfða á miðvikudögum kl 18:00 - 19:00.
Verð: 55.000

 Við tökum við frístundakortinu og bjóðum 10% systkinaafslátt.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 6. janúar 2022 - 18:17