Sirkusnámskeið 7-10 og 11-14 ára

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sirkus, Æskulýðsstarf
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára
Frístundakort: 

Á veturnar stendur Æskusirkusinn fyrir námskeið fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Þar fá börnin tækifæri til þess að læra hinar ýmsu sirkuskúnstir svo sem loftfimleika, djöggl, jafnvægiskúnstir, húlla og fleira og fleira.

Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda. Miðað er við að allir nái árangri og hverjum og einum er mætt á þeirra getustigi.

Næsta önn byrjar 12. september.

Það eru þrír hópar í boði

7 - 10 ára (fædd 2011 - 2014)
Vikulegar sirkusæfingar í júdósal Ármanns, Engjavegi 7.
Sunnudagar kl. 10:00 - 12:30
Verð: 42.000

11 - 14 ára (fædd 2007 - 2010)
Vikulegar sirkusæfingar í júdósal Ármanns, Engjavegi 7.
Sunnudagar kl. 12:30 - 15:30
​Einnig stendur þessum hóp til boða að koma í aukatíma í akróbatík og handstöðum í húsnæði Sirkuslistafélagsins Hringleiks á Sævarhöfða á miðvikudögum kl 18:00 - 19:00.
Verð: 45.000

Aukahópur! 9 - 14 ára í Bryggjuhverfi (fædd 2007 - 2012)
Vikulegar sirkusæfingar í nýju sirkushúsnæði Hringleiks og Æskusirkusins á Sævarhöfða, grunnhópur fyrir nemendur á aldrinum 9 - 14 ára.
Þriðjudagar kl. 16:30 - 18:00
Verð: 30.000

Við tökum við frístundakortinu og það er 10% systkinaafsláttur.

Síðast uppfært: 
Sunnudagur, 29. ágúst 2021 - 16:11