Reiðskóli Hestavals

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Hestamennska, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

 

Reiðskóli Hestavals er nýr reiðskóli sem opnar á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Reiðskólinn er ætlaður börnum á aldrinum 9 til 16 ára.

 

Reiðskóli Hestavals mun hafa knapamerkin að leiðarljósi og þar verður kennd bókleg og verkleg reiðmennska ásamt útreiðatúrum, þrautabrautum, fimi,fjöri og ýmsum fróðleik! Hóparnir verða litlir og verður tekið tillit til getu og aldurs í hópaskiptingunni.

 

Það verður mikið lagt upp úr jákvæðu viðhorfi til hestsins og allri vinnu í kringum hann og að unnið sé eftir réttum vinnubrögðum. Jákvæðni, gleði, léttleiki og skemmtun verður í fyrirrúmi og allir ættu að geta notið útiverunnar með hestinn sér við hlið.

 

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar;

 

15-19. júní:

Meira vanir frá 09:00 til 14:00. Útreiðahópur.

Bókleg kennsla, reiðkennsla og lengri eða styttri útreiðatúrar. Þrautabrautir og fjör. Verð 37.000kr.

 

22-26. júní:

Minna vanir frá 09:00 til 12:00 eða 13:00 til 16:00.

Bókleg kennsla, reiðkennsla, reiðtúrar og fjör.

Verð hálfur dagur 26.000kr.

 

29 júní-3 .júlí:

Meira vanir frá 09:00 til 14:00. Útreiðahópur.

Bókleg kennsla, reiðkennsla og lengri eða styttri útreiðatúrar. Þrautabrautir og fjör. Verð 37.000kr.

 

6 júlí-10. júlí:

Minna vanir frá 09:00 til 12:00 eða 13:00 til 16:00.

Bókleg kennsla, reiðkennsla, reiðtúrar og fjör.

Verð hálfur dagur 26.000kr.

 

13 júlí-17. júlí:

Meira vanir frá 09:00 til 14:00. Útreiðahópur.

Bókleg kennsla, reiðkennsla og lengri eða styttri útreiðatúrar. Þrautabrautir og fjör. Verð 37.000kr.

 

Innifalið í námskeiðinu;

Hestar, reiðtygi og hjálmar

Nemendur koma sjálfir með nesti og hádegissnarl en þó verður boðið upp á ávexti og drykki. Á staðnum er kælir, örbylgjuofn og samlokugrill.

 

Bókanir á námskeið fara í gegnum netfangið hestaval@gmail.com

 

Nánari upplýsingar hjá Friðdóru í síma 899-0989.

 

Hlakka til að heyra í ykkur og eiga frábært hestasumar!!

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 9. júní 2020 - 15:46