Rafgítar, rafbassa og hjómborðsnámskeið

Miðstöðin
Hverfi: 
Grafarvogur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Tónlist
Tímabil: 
júní
Aldur: 
14 ára, 15 ára

Í sumar býður Miðstöðin, sameiginleg rytmadeild Nýja Tónlistarskólans, Tónmenntaskólans og Tónlistarskóla Grafarvogs, upp á tveggja vikna námskeið fyrir unglinga fædda 2005 og 2006.

Á námskeiðinu verða kenndir allir helstu hljómar í popptónlist í 5-6 manna hópum og fá nemendur þjálfun í að leika vinsæl popplög, m.a. lög sem nemendur velja sjálfir. Námskeiðið er einkum ætlað unglingum sem hafa einhvern grunn í tónlist, t.d. klassískri tónlist en langar að öðlast færni í flutningi tónlistar dagsins í dag.

Kennsla fer fram í nýju upptökustúdíói Miðstöðvarinnar í Grafarvogi. Hvert námskeið verður í tvær vikur frá 15. -26. júní eftir hádegi, og stendur í 90 mínútur í senn. Hægt verur að fá gítar og bassa lánaða gegn tryggingargjaldi, ef óskað er eftir.

Verð: 30.000 þúsund.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 8. maí 2020 - 14:44