Píanónámskeið - Einkatímar

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Tónlist
Tímabil: 
janúar, febrúar, mars, apríl
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Á námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir hljóðfærinu og ýmis konar tónlist. Þetta er hugsað sem undirbúningsnám fyrir áframhaldandi píanónám. Lögð verður áhersla á góðan grunn nemandans í tónfræði og píanótækni. Nemendur geta einnig lært að lesa nótur og skrifa niður einfaldar hryn og laglínur.

Mætt verður þörfum og áhuga hvers og eins nemenda. Því er bæði hægt að læra að spila eftir eyranu og lesa nótur. Áhersla verður lögð á að nemendur læri það sem þeim finnst skemmtilegt í bland við annað efni sem hjálpar til við tónlistarlegan þroska og færni.

Nemandinn kemur í einkatíma til kennarans þar sem kennarinn kynnir grunn klassíks píanónáms í bland við það að læra lög eftir eyranu og geta þar með flutt það án nótna. Mikil áhersla verður lögð á grunntónfræði sem er undirstöðuatriði í tónlistarnámi. Þar er leitast við að gera viðfangsefnið skemmtilegt og aðgengilegt fyrir byrjendur.

Hefst: 24.janúar
Staðsetning: Sjálandsskóli og Garðatorg
Lengd: 10 vikur
Aldur: 6 ára og eldri

Kennarar: Ari Frank og Íris Beata

Skráning hér: https://klifid.is/namskeid/pianonamskeid/

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 7. janúar 2022 - 12:38