






Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt og skapandi námskeið á vorönn fyrir börn og unglinga. Námskeiðin hefjast að þessu sinni í byrjun febrúar og standa yfir fram í maí.
Börnunum er skipt í fjóra aldurshópa: 4-5 ára, 6-9 ára og 10-12 ára. Þá eru einnig í boði námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára.
Börnin eru aldrei fleiri en sex í yngstu aldurshópunum og mest tólf í unglingahópunum. Þannig er tryggt að hvert barn fái persónulega tilsögn við sitt hæfi.
Í yngstu aldurshópunum er lögð áhersla á að gefa nemendum kost á að kynnast ýmsum efnum og aðferðum myndlistarinnar en í eldri hópunum er fyrst og fremst unnið með teikningu og málverk. Þá eru einnig í boði námskeið í leirmótun og rennslu, tölvuteikningu, myndasögugerð og mangateikningu.
Námskeiðin eru haldin á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í JL-húsinu við Hringbraut, í félagsmiðstöðinni Miðbergi við Gerðuberg og á Korpúlfsstöðum.
Allir kennarar í barna- og unglingadeild eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingarlistar.
Barna- og unglingadeild nýtur stuðnings Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sem niðurgreiðir námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga með lögheimili í borginni.