Mars Academy 8-12 ára

Efnisflokkur: 
Fræðsla, Sköpun, Tölvur
Tímabil: 
janúar, nóvember, desember
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Á þessu námskeiði kynnast börnin fyrstu skrefunum í forritun, þ.e.a.s. þau læra hvað Algorithmi (reiknirit) er og hvernig hann er notaður í forritun. Börnin eru með skipanir í boxum sem þau raða upp í rétta röð til að leysa þrautir og gera sinn eigin tölvuleik með þessum skipunum.

Kennt er einu sinni eða tvisvar á viku, 90 mínútur í senn. 

Staðnám á höfuðborgarsvæðinu og fjarnám um allt land er í boði. 

Námskeiðin eru 8 eða 11 vikur í senn. Nemendur hafa aðgang að gagnvirkum kennsluvef 24/7. 

Algorithmics býr yfir mikið námsefni og getur boðið að sækja nám í  Mars Academy í allt að 64 skipti!  :)

Í staðnámi er hámarksfjöldi 12 en 10 í fjarnámi. Litlir hópar eins og þessa gera kennurum kleift að fylgja hverjum og einum nemanda eftir á hans forsendum. 

 

Við bjóðum upp á Prufutíma og það er kjörið tækifæri til að átta sig á hvort að námið höfðar til barnsins. Prufutíminn er stutt útgáfa af kennslustund. Börnin koma í fylgd foreldra og í lok tímans er flutt stutt erindi um skólann og tilhögun námskeiðs. Prufutíminn er um 60 mínútur. 

NÆSTA NÁMSKEIР:

Fjarnám október/nóvember 2021 til janúar 2022

Verð fyrir námskeið, sama verð fyrir stað- og fjarnám::

8 vikur: 42.900 kr 

11 vikur: 56.290 kr 

Frístundastyrkur er samkvæmt reglum hlutaðeigandi sveitarfélags. 

Algorithmics gerir þær kröfur að lágmarksfjölda nemenda sé náð áður en námskeið fari af stað.og áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiði. Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið. Vinsamlega sjáið nánar um skilmála við skráningu. 

Heimasíða: https://reykjavik.alg.academy/

Facebook: https://www.facebook.com/AlgorithmicsReykjavik/

Netfang: reykjavik@algorithmicschool.com

Upplýsingar í síma 835 1035 

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/algoreykjavik

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 27. október 2021 - 13:14