Málun og teikning 7-9 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Myndlist
Tímabil: 
febrúar, mars, apríl
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára
Frístundakort: 

Á námskeiðinu er þjálfuð mismunandi tækni í teikningu og málun.

Áhersla er lögð á mismunandi línur, áferð, myndbyggingu, fjarvídd, ljós, skugga, litafræði og litablöndun.

Markmiðið er að virkja ímyndunaraflið, sjálfstæða sköpun og persónulega tjáningu sem og að nemendur fái tíma og tækifæri til að byggja upp færni í teikningu og málun. Einnig er mikilvægt að efla sjálfstraust og að nemendur finni ánægjuna af því að skapa eigin verk.

Hefst: 10. febrúar
Tími: Fim · kl 16:45-18:00
Staðsetning: Garðatorg 7
Lengd: 10 vikur
Aldur: 7-9 ára

Kennari: Rannveig Jónsdóttir

Skráning hér: https://klifid.is/namskeid/malun-og-teikning-7-9-ara/

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 7. janúar 2022 - 12:35