Málun og teikning 10-12 ára

Hverfi: 
Garðabær
Efnisflokkur: 
Myndlist
Tímabil: 
febrúar, mars, apríl
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðuatriði í teikningu og málun út frá sjónarhornum raunveruleikans, teiknimynda og ímyndunar. Skygging, litablöndun og andlit verða aðal viðfangsefni námskeiðisins.

Í lok námskeiðisins munu nemendur hafa gert sjálfsmyndir, teiknimyndaútgáfu af sjálfum sér og litahring út frá reglum litafræðinnar svo eitthvað sé nefnt.

Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, ásamt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Jafnframt að skapa grunn sem nemendur geta nýtt sér til frekari hugmyndaauðgi og sköpunargleði.

Hefst: 9. febrúar
Tími: Mið · kl 15:00 - 16:30
Staðsetning: Garðatorg 7
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 10 kennslustundir
Aldur: 10 - 12 ára

Kennari: Rannveig Jónsdóttir

Skráning hér: https://klifid.is/namskeid/malun-og-teikning-10-12-ara/

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 7. janúar 2022 - 12:33