






MæðgnaDansGleði!:
Námskeiðin eru bland af léttri upphitun, skemmtilegum dansrútínum, leikjum & slökun þar sem foreldrar og börn geta átt "Sprellistund" en jafnframt nærandi "Náðarstund" saman þar sem hlúað er að tengslum barns & foreldris í gegnum DansGleðina.
Rútínurnar eru laufléttar & samsettar þannig að foreldri & barn dansa saman. Tilvalið að æfa sig síðan saman inn í stofu eða við öll önnur tækifæri sem gefast.
Kennari: Nanna Ósk
Sjá tímasetningar í stundatöflu!
https://www.dancecenter.is/copy-of-dansnamid
Æskilegur klæðnaður: Þægilegur íþrótta- eða dansfatnaður, dansskór eða strigaskór (strigaskór sem skylja ekki eftir svört strik, þurfa að vera með hvítum eða glærum botni. Nemendur fá ekki að koma inn í tíma á útiskóm.
Námskeiðin eru fyrstu sinnar tegundar á landinu!
Algjör nýjung og tilvalið fyrir foreldra- og vinahópa að sameinast með börnin sín.
Aldur nemenda:
Mikil vídd er í aldri barna sem koma með foreldrum sínum en miðað er við aldur 7 til 13 ára.
10 vikur
10 vikna námskeið. Kennt 1 x í viku á laugardögum. Verð: 35.700 kr. f/ foreldri & barn.
Við hvert barn til viðbótar er greitt 17.850 kr.
Tómstundastyrkur ÍTR og annarra bæjarfélaga gengur upp í lengri námskeiðin.
4 vikur
4 vikna námskeið. Kennt 1 x í viku á laugardögum.Verð: 14.280 f/ foreldri & barn, kennt 1 x í viku. Við hvert barn til viðbótar er greitt 7.140 kr.