Leikjanámskeið Mjölnis

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Í sumar verðum við með skemmtilegt leikjanámskeið í Mjölni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Á námskeiðinu verður farið í útileiki og grunnatriði í bardagaíþróttum í formi leikja en hvert námskeið er vika í senn. Börnin skulu taka með sér íþróttaföt, útiföt eftir veðri og nesti. Kennt er mánudaga til föstudaga frá 9 til 12. 

Kennarar á námskeiðinu hafa allir reynslu í þjálfun eða ummönnun barna í Mjölni. Kennararnir hafa mikla reynslu af störfum með börnum, meðal annars einhverfum og fötluðum, á frístundarheimilum og í dægradvöl.

Verð: Kr. 17.990

Næstu námskeið:
22. til 26. júní
29. júní til 3. júlí
6. til 10. júlí
20. til 24. júlí
10. til 14. ágúst

Hvenær: Kl. 9 til 12 mánudaga til föstudaga.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 8. júní 2020 - 17:07