Kríladans

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
september, október, nóvember, desember
Aldur: 
0 ára, 1 árs, 2 ára

Kríladans skiptist í tvö námskeið, Gaman saman og Fyrstu sporin. Bæði þessi námskeið eru fyrir börn og foreldra, foreldrið eða forráðamaðurinn tekur virkan þátt í kennslustundinni.

 

Námskeiðið „Gaman saman“ er hreyfisamverustund fyrir börn og foreldra þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman saman og dansa saman í hlýju, jákvæðu og notalegu umhverfi með hóp af öðrum foreldrum. Þetta námskeið eru fyrir börn sem eru um 3 mánaða og þar til barnið er að ná tökum á því að ganga. 

  • Kennsla hefst: 14. september 
  • Tímasetning: Kennsla fer fram á þriðjudögum kl. 12:00 - 13:00 
  • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur
  • Fjöldi kennsluvikna: 6
  • Verð: 16.900 kr. 

 

Námskeiðið „Fyrstu sporin“ er hreyfisamverustund fyrir foreldra og börn sem eru farin að ganga og til 3 ára aldurs, áhersla er lögð á líkams- og rýmisvitund og félagsfærni í skapandi og hlýju umhverfi.

  • Kennsla hefst: 15. september 
  • Tímasetning: Kennsla fer fram á miðvikudögum kl. 15:00 - 15:45 
  • Tímalengd kennslustundar: 45 mínútur
  • Fjöldi kennsluvikna: 6
  • Verð: 16.900 kr. ​
Síðast uppfært: 
Föstudagur, 6. ágúst 2021 - 23:32