Knattspyrnuskóli Vals

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Fótbolti, Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Knattspyrnuskóli Vals verður líkt og undanfarin sumur starfræktur fyrir hádegi og er ætlaður börnum 6-9 ára. Í knattspyrnuskólanum kynnast börnin grunntækni í knattspyrnu í gegnum leik og lögð er áhersla á að fyrstu kynni barnanna af íþróttinni séu jákvæð og skemmtileg.

Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann hjá hverjum iðkanda. Unnið er eftir kennsluskrá knattspyrnudeildar Vals sem leggur áherslu á að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska.

Reyndir þjálfarar og leikmenn Vals miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt. Valur leggur áherslu á að skapa kjöraðstæður fyrir iðkendur til að njóta sín og hafa gaman af leik og keppni, óháð aldri og getu.

Í boði er að vera í knattspyrnuskóla fyrir hádegi og Sumarbúðum í Borg eftir hádegi. Hádegisverður er ekki innifalinn í verði en hægt er að kaupa heitan hádegisverð. 

Kennsla í Knattspyrnuskólanum fer fram sem hér segir: 

 • Mánudaga: 10:30-12:00 
 • Þriðjudaga: 10:30-12:00
 • Miðvikudaga: 10:30-12:00
 • Fimmtudaga: 10:30-12:00 
 • Föstudaga: 09:00-12:00

Dagsetningar Knattspyrnuskólans

Námskeið 1: 8.júní-12.júní
Námskeið 2: 15.júní-19.júní
Námskeið 3: 22.júní-26.júní
Námskeið 4: 29.júní-3.júlí
Námskeið 5: 6. Júlí - 10. júlí
Námskeið 6: 13. júlí - 17. júlí

Verð per námskeið:

 • Knattspyrnuskóli Vals ................................................. 6.500
 • Knattspyrnuskóli með hádegismat............................... 11.500 
 • Knattspyrnuskóli og Sumarbúðir með hádegismat......... 17.500
 • Knattspyrnuskóli og Sumarbúðir án hádegismatar......... 12.500

  

Hagnýtar upplýsingar um Knattspyrnuskóla Vals

 • Fyrir börn á aldrinum 6-9 ára
 • Milli 10:30 og 12:00 mán-mið og 9:00-12:00 fös
 • Gæsla fyrir börn frá 8-9 og 16-17
 • Hægt að vera í knattspyrnuskóla fyrir hádegi og Sumarbúðunum eftir hádegi
 • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á valur@valur.is eða hringdu í 414-8000 

 

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 4. maí 2020 - 12:12