Klifurnámskeið

Klifurhusid, klifurnamskeid
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Íþróttir, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Sumarnámskeið Klifurhússins er vikulangt heilsdags námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.

Dagarnir byrja kl. 9 og enda kl. 16 í Klifurhúsinu í Ármúla 23 en farið er um víðan völl á meðan námskeiðið er í gangi. Klifurhúsið hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að námskeiðið sé skipulagt með þeim hætti að krakkarnir njóti sín sem best. Húsinu er lokað á meðan námskeiðið er í gangi svo það má með sönnu segja að yfir sumarið tilheyrir Klifurhúsið krökkunum og þeirra leik til kl. 16 alla virka daga.

Á námskeiðinu fá krakkarnir tækifæri til að kynnast klifuríþróttinni á sama tíma og þau njóta þess að vera útivið. Meðal annars klifra þau inni og úti, heimsækja dýrin í Húsdýragarðinum, taka strætó í Öskjuhlíðina, halda pottapartý og læra að gera hnúta.

 

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 29. mars 2021 - 11:12