Kátakot á Kjalarnesi

Hverfi: 
Kjalarnes
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Sumarfrístund Kátakots er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla þar sem boðið er upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2011-2014.  Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi og útiveru. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Í ágúst er tilvonandi 1. bekk, börn fædd 2015  og eru að hefja sína skólagöngu í Klébergsskóla boðið að taka þátt í sumarfrístundinni okkar.

Sumarstarfið byrjar 11. júní til 2. júlí og svo aftur frá 3.ágúst til 19. ágúst.

Frístundaheimilið er opið milli kl. 8:00-17:00. Grunngjaldið miðast við tímann milli kl. 9:00 og 16:00, en greitt er fyrir viðbótarstund/-ir þess utan. Grunngjald fyrir eina viku í sumarfrístund kl. 9.00-16.00 er 8.177 kr. Verð fyrir viðbótarstund 1 klst. 2.385 kr frá kl. 8.00-9.00 og/eða kl.16.00-17.00.

Börn sem koma á sumarnámskeiðið þurfa að koma með nesti fyrir morgun- hádegis og síðdegishressingu.

Námskeiðsvikurnar sem eru í boði:

11. júní (1 dagur)

14. – 18. júní (4 dagar)

21. – 25. júní (5 dagar)

28. júní – 2. júlí (5 dagar)

3. – 6. ágúst (4 dagar)

9. – 13. ágúst (5 dagar)

16. – 19. ágúst (4 dagar)

Skráning fer fram hér: http://sumar.fristund.is

Skráning lýkur kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku.  Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku á námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundaheimilis að minnsta kosti viku áður en námskeið hefst (fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Ekki er hægt að velja um fjölda daga heldur eru þessi verð sett á námskeið sem eru í vikum sem eru með frídögum og í byrjun og lok sumars.

Sendur er einn greiðsluseðill fyrir hvern mánuð í sumarfrístund. Veittur er 20% systkinaafsláttur án umsóknar vegna systkina sem eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá og eru í sumarfrístund á vegum skóla- og frístundasviðs í sama mánuði. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi vegna viðbótarstundar. 

Gjald fyrir sumarfrístund er innheimt eftir á. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Hafi gjaldið ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilakostnaður. Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send í milliinnheimtu hjá Momentum. Ekki er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða sumarstarf.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að hafa samband við okkur í Kátakoti í síma 411-7172 eða GSM símann okkar 664-8270  

Einnig er hægt að senda póst á netfangið birna.johanna.ragnarsdottir@rvkskolar.is

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 15. júní 2021 - 17:48