Íshokkínámskeið SR

Skautanámskeið SR
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Annað, Íþróttanámskeið, Sumarnámskeið, Vetraríþróttir
Tímabil: 
ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Íshokkídeild SR býður upp á íshokkínámskeið 4.-8. ágúst n.k. fyrir 6-10 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna.

Hálfur dagur frá kl. 8-13 þriðjudegi til föstudags og 9-12 á laugardegi. Verð 12.000 kr.

Heill dagur  frá kl. 8-16.30 frá þriðjudegi til föstudag og 9-12 á laugardegi. Verð 18.000 kr.

Fyrir hádegi eru tveir tímar á skautum ásamt þreki/kylfutækni/fræðslu og nestisstund.
Í hádeginu er borðað nesti. Eftir hádegi tekur við léttari dagskrá; sundferð/útileikir/gönguferð/fjölskyldugarðurinn + nestisstund. Allt í frábæru nærumhverfi í Laugardalnum.

Á laugardeginum er námskeiðið frá kl. 9-12 en þá er einn tími á ís ásamt þreki. Við endum svo námskeiðið á því að grilla pylsur.

Allir að klæða sig eftir veðri.
Merkja vel búnað, töskur og fatnað.

Krakkarnir koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu. Þau þurfa líka að hafa merktan vatnsbrúsa.

Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds - skauta, hjálma, hlífar og kylfu.

Aðalþjálfari Miloslav Racansky. 

Milos hefur verið yfirþjálfari yngri flokka SR síðustu þrjú ár við mjög góðan orðstír. Hann er einnig leikmaður með karlaliði SR, leikmaður með landsliði Íslands, aðalþjálfari U18 landsliðs Íslands og aðstoðarþjálfari U20 landsliðs Íslands.

 

 

Allar nánari upplýsingar og skráning á https://www.sportabler.com/shop/srishokki

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 26. maí 2020 - 18:15