íshokkí- og leikjanámskeið

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Hokkídeild SR býður upp á sumar- og leikjanámskeið í júní og ágúst 2021.
 

VIKA 1 Í JÚNÍ (4 DAGAR) 14.-18. JÚNÍ
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur. Verð 24.000 kr.

VIKA 1 Í ÁGÚST (4 DAGAR) 3.-6. ÁGÚST
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur. Verð 24.000 kr.
10% systkinaafsláttur er í boði.

VIKA 2 Í ÁGÚST (5 DAGAR) 9.-13. ÁGÚST
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur. Verð 29.000 kr. 
10% systkinaafsláttur er í boði.
Hálfur dagur fyrir hádegi verð 15.000 kr

NÁNAR UM NÁMSKEIÐIN:

Dagskráin hefst kl. 8:30 en boðið er upp á rólega stund fyrir þá sem vilja frá kl. 8:00. Formlegri dagskrá lýkur kl. 16:00 og boðið upp á rólega stund fyrir þá sem vilja frá kl. 16:00 – 16:30

Lýsing:
Fyrir hádegi eru tveir tímar á ís ásamt þreki/ kylfutækni/ fræðslu og nestisstund.
Í hádeginu er borðað nesti. Eftir hádegi tekur við léttari dagskrá; sundferð/útileikir/gönguferð/fjölskyldugarðurinn + nestisstund. Allt í frábæru nærumhverfi í Laugardalnum. 

Námskeiðið endar á pylsupartýi.
Allir að klæða sig eftir veðri.

Muna að merkja vel búnað, töskur og fatnað.
Krakkarnir koma með nesti fyrir morgunhressingu og hádegismat, muna að koma með  merktan vatnsbrúsa.

Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Við skráningu þarf að taka fram hvort barnið komi með eigin búnað eða ætli að fá búnað að láni, einnig er gott að taka fram skóstærð.

Námskeiðin eru hugsuð bæði fyrir þá sem eru að æfa hjá SR (eða öðrum félögum) og líka nýja byrjendur sem vilja nýta sumarnámskeið til að prófa íshokkí. 

 

ÞJÁLFARI OG UMSJÓNARMAÐUR

Fyrri vikuna í ágúst er aðalþjálfari Kristín Ómarsdóttir
Kristín hefur víðamikla þjálfarareynslu og menntun bæði sem þjálfari á listskautum og íshokkí. Hún byrjaði að þjálfa árið 2001 og er enn starfandi í dag. Kristín hefur þjálfað byrjendur jafnt sem lengra komna og er leikmaður með kvennaliði SR.

Kristín er menntaður íþróttafræðingur og með mastersgráðu í kennsluréttindum. Hún hefur starfað sem íþróttafræðingur víða meðal annars á Grensás, Heilsuborg, geðdeildinni á Hringbraut auk þess fyrir önnur félög sem íþróttastjóri barnastarfs. Núverandi staða Kristínar er umsjónarkennari í grunnskóla.

Kristín verður með 2-3 aðstoðarþjálfara með sér.

Seinni vikuna í águst er aðalþjálfari Ómar Freyr
Ómar Freyr hefur spilað og æft íshokkí frá 4 ára aldri. Hann hefur spilað með meistaraflokki karla og tekið þátt í landliðsverkefnum með U18 og U20. Ómar hefur verið þjálfari hjá SR og þjálfað yngri flokka.

Ómar verður með 2-3 aðstoðarþjálfara með sér.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 23. júní 2021 - 22:09