Hiphop með Dans Brynju Péturs | Fyrir 13-16 ára

Hip hop dans
Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
júní
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Ókeypis námskeið: 

Borgarbókasafnið og Dans Brynju Péturs taka höndum saman og bjóða upp á orkumikið 5 daga dansnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Lærðu grunnspor og hreyfingar í einum vinsælasta dansstíl í heimi, Hiphop- stíllinn hefur haft áhrif á allan skemmtanabransann og áhrif stílsins eru enn leiðandi í tónlistarmyndböndunum til tik tok myndbanda. Hiphop er menning sem verður til í Bronx hverfi New York borgar í byrjun 8. áratugarins, innan menningarinnar eru öflugar sköpunarlindir; tónlist (rapp), dans (break, hiphop,
lite feet), myndlist (graffiti) ofl.

Markmiðið er að fræða, byggja upp öryggi og góða sjálfsmynd í dansi sem smitast út í viðhorf okkar allra til lífsins. Hlökkum til að dansa með ykkur!

Námskeiðið fer fram dagana 22. - 26. júní milli kl. 13-15  í salnum Felli í Gerðubergi. Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem takmörkuð pláss eru í boði. Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér. 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 8. júlí 2020 - 13:58