Haustnámskeið Leynileikhússins

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Leiklist
Tímabil: 
september, október, nóvember
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára
Frístundakort: 

Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á spuna og mikilvægi persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu.Leiklist eykur samskiptahæfni, núvitund og sköpunarkraft barna.

Kennt er einu sinni í viku í 1 klst í senn. Fyrstu 10 tímarnir eru kenndir á kennslustöðum skólanna, en 11. og 12.tími fara fram í leikhúsi þar sem önnin endar með frumsaminni leiksýningu með búningum og leikhúsmálningu.

Í fyrstu tímunum er farið yfir grunnatriði í leiklist, sem þegar líða tekur á námskeiðið eru færð yfir í spunavinnu. Lokasýningin er því byggð alfarið upp á spuna og sköpunarkrafti nemenda sem kennari aðstoðar við að púsla saman í leikverk þar sem allir fá að njóta sín á sinn hátt.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 3. september 2020 - 14:22