Grunnnám í listdansi

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
ágúst, september, október, nóvember, desember
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára
Frístundakort: 

Grunnnámið, framhald af forskólanum, er fyrir nemendur 9 ára til 15 ára og er undirbúningur fyrir framhaldsdeildina. Grunnnám í listdansi skiptist í tvo áfanga og samanstendur af 7 stigum. Fyrri áfanginn er 1. - 3. stig og seinni áfanginn 4. -  7. stig. Óskandi býður upp á fyrstu 4 stigin í húsnæði sínu á Eiðistorgi,  5. - 7. stig eru kennd í samstarfi við Klassíska listdansskólann og fer kennslan fram í húsnæði þeirra við Grensásveg 14.​

Grunnnámið er kennt samkvæmt aðalnámskrá listdansskóla og samstendur af klassískum ballett, nútímalistdansi, spuna, táskótækni, dansverkum, þjóðdönsum, karakterdönsum og djassdansi. Klassískur ballett er kenndur samkvæmt Vaganovakerfinu og nútímalistdansinn er kenndur með áhrifum frá Rudolf Laban og Anne Green Gilbert. ​

Áhersla er lögð á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemendi fær tækifæri til að þroskast og blómstra. Dansgleði, samvinna, efling líkamslæsis og hæfni til agaðra vinnubragða eru höfð að leiðarljósi. 

Þyngdarstig og hraði eykst með hverju stiginu og samsettar æfingar verða flóknari. Stigunum má því líkja við hús sem er í byggingu. Húsið er nemendurnir og kennararnir eru vinnupallarnir í kringum húsið sem styðja við byggingu hússins. Hvert stig er byggt ofan á það næsta og á 7. stigi eru nemendur orðnir glæsilegt hús og eru tilbúnir að fara á framhaldsbraut í listdansi. 

Algengasta aldurskiptingin: 1. stig: 8 - 9 ára, 2. stig: 9 til 10 ára, 3. stig: 10 til 12 ára, 4. stig: 11 til 13 ára, 5. stig: 12 til 14 ára, 6. stig: 13 til 14 ára, 7. stig: 14 til 15 ára.

Skólabúningur er fyrir nemendur á 1. - 3. stigi og 4. - 7. stigi. Arena dansverslun á Eiðistorgi sér um sölu skólabúninganna. ​​

Nemendur í grunnnáminu taka þátt í jólasýningu og vorsýningu skólans og fá tækifæri til að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

Síðast uppfært: 
Laugardagur, 7. ágúst 2021 - 22:21