Gamlar flíkur fá nýtt líf | Textílsmiðja fyrir 13-16 ára

Textílsmiðja
Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Sköpun
Tímabil: 
ágúst
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Ókeypis námskeið: 

Getur ónýta lakið þitt orðið að striga fyrir listaverkið þitt? Getur gamla prjónapeysan þín sem passar ekki lengur orðið ný flík og þín eigin hönnun? Geta gömlu gallabuxurnar þínar sem hafa rifnað verið klipptar niður og notaðar til að skapa nýtt efni? Það er mikilvægt að við sjáum möguleika í að endurnýta og endurskapa efni. Fata- og textílframleiðsla er mengandi og við hendum alltof miklu frá okkur. Við viljum ekki að jörðin okkar endi sem einn risastór ruslahaugur svo við skulum vera hluti af lausninni!
Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu textílaðferðir með endurnýtingu í huga. Lögð er áhersla á að þátttakendur sýni skilning á mikilvægi á umhverfisvænum textíl og læri aðferðir til að endurskapa efni. 
Umsjón hefur Tanja Huld Leví fatahönnuður.

Námskeiðið fer fram dagana 10.-14. ágúst milli kl. 10-12 í OKinu í Gerðubergi. Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg hér fyrir neðan þar sem takmörkuð pláss eru í boði. 
Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 12. maí 2020 - 22:05