Forskóli

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
september, október, nóvember, desember
Aldur: 
3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára
Frístundakort: 

Forskólinn er fyrir nemendur á aldrinum 3 ára til 8 ára og er undirbúningur fyrir grunnstigin, 1. - 7. stig. Forskólinn skiptist í 5 flokka og miðast flokkarnir við fæðingarár nemenda; 1. flokkur (börn fædd 2018), 2. flokkur (börn fædd 2017), 3. flokkur (börn fædd 2016), 4. flokkur (börn fædd 2014 og 2015) og 5. flokkur (börn fædd 2013 og 2014). 

Hver flokkur (aldursstig) er hugsaður með hreyfiþroska og þroskastig barna í huga þannig að hver kennslustund mæti þörfum hvers aldurshóps. Markmið forskólans er að þroska og örva hreyfigreind, rýmisgreind og félagsþroska. Auk þess eru nemendur kynntir fyrir klassískum ballett og grunninn lagður að frekara dansnámi. 

Forskólinn tekur þátt í vorsýningu skólans í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri til að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

Síðast uppfært: 
Laugardagur, 7. ágúst 2021 - 22:17