Fjallahjólanámskeið

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Íþróttir, Sumarnámskeið
Tímabil: 
maí, júní, ágúst, september
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára

Markmið æfinganna er að barnið öðlis meiri tækni, hjólaleikni og öryggi á hjólinu undir leiðsögn menntaðra þjálfara. Allar æfingar byrja og enda við Nauthól eða Perluna. Börnin mæta á mæta á eigin fjallahjóli og passa þarf að þau séu klædd eftir veðri. 

Æfingarnar eru tvisvar í viku í 1 1/2 klst í senn.

Tvö tímabil eru í boði fyrir 7-12 ára, vor tímabil sem hefst 18. maí og er til 28. júní og haust tímabil sem hefst 10. ágúst og er til 20. september. Hvort tímabil er 6 vikur. Hvert tímabil kostar 9.900 krónur.

13-15 ára fara inn í æfingahóp HFR.  Æfingahópurinn greiðir 15.500 krónur fyrir tímabilið frá 5.maí til 30.september en þá tekur við nýtt æfingaár hjá hópnum. Haldið er áfram með æfingar inn í veturinn eins og veður leyfir. Frí er tekið á æfingum frá 1. júlí og fram til 8.ágúst.

 

Æfingar á fimmtudögum verða sumar hverjar á öðrum svæðum í borginni eða nágrenni hennar, en það verður kynnt vel í upphafi tímabils.

 

7 - 9 ára

 • Þriðjudagar og fimmtudagar  17:00 - 18:30
 • Æfingarnar byrja og enda við Perluna

 

10 - 12 ára

 • Þriðjudagar og fimmtudagar  17:45 – 19:15
 • Æfingarnar byrja og enda við Perluna

 

13 - 15 ára - æfingahópur HFR

 • Þriðjudagar og fimmtudagar 17:00 - 18:30 
 • Laugardagar 13:00 - 14:30
 • Æfingarnar byrja og enda við Nauthól
 • Þri og fim eru tækniæfingar og hjólreiðar á stígum.
 • Laugardagar eru þol og leikni, þá má mæta hvort sem er á fjallahjóli eða götuhjóli

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning:

http://hfr.is/namskeid-sumar-2020/

 

   

  Síðast uppfært: 
  Miðvikudagur, 6. maí 2020 - 8:46